Innlent

Íslendingum veitt ríkisorða Rússa

Tveimur Íslendingum var í dag veitt ríkisorða Rússlands fyrir að hafa siglt með skipalestum frá Bandaríkjunum til Rússlands í seinni heimsstyrjöldinni. Það voru þeir Pétur H. Ólafsson og Guðbjörn Guðjónsson sem sigldu með skipalestum frá Bandaríkjunum til Múrmansk og Arkangelsk. Skipalestirnar gengu mikilvægu hlutverki fyrir Sovétmenn. Rússneski sendiherrann á Íslandi afhenti þeim orðurnar við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag.  Guðbjörn segir að herflugvélar Þjóðverja hafi verið stöðugt á ferðinni í kringum lestina. Hann segir 40 skip hafa farið af stað en aðeins níu hafi skilað sér alla leið. Guðbjörn fékk sprengjubrot í bakið í ferðinni. Það stöðvaðist í lífbelti sem hann var í og það varð honum líklega til lífs. Hann hefur geymt brotið alla tíð síðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×