Innlent

3,6% erlendir ríkisborgarar

10.636 erlendir ríkisborgarar voru með lögheimili hér á landi 1. desember í fyrra samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Þetta eru um 3,6% landsmanna. Íbúum með erlent ríkisfang hefur fjölgað um helming síðasta áratug en þeir voru 1,8% þjóðarinnar árið 1995. Hlutfall íbúa með erlent ríkisfang hérlendis er nú litlu lægra en í mörgum nágrannalöndunum. Í Noregi er hlutfallið 4,5%, 5% í Danmörku og 5,3% í Svíþjóð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×