Innlent

Slasaðist mikið á Mýrum

Erlendur ferðamaður slasaðist mikið þegar bíll, sem hann var farþegi í, flaug út af þjóðveginum við Arnarstapa á Mýrum í gærkvöldi og skall harkalega niður langt utan vegar. Kallað var á þyrlu Landhelgisgæslunnar sem sótti manninn og flutti hann á slysadeild Landspítalans þar sem hann lá á gjörgæsludeild í nótt. Maðurinn er þó ekki talinn í lífshættu. Kona sem ók bílnum, slapp lítið meidd.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×