Ótrúlegur bati eftir aðgerð 17. apríl 2005 00:01 Bati fertugrar einstæðrar, þriggja barna móður sem greindist með illkynja æxli í spjaldhryggnum á síðasta ári þykir ótrúlegur. Spjaldhryggurinn var tekinn úr Borghildi Svavarsdóttur og er hún fyrsti Íslendingurinn sem gengst undir slíka aðgerð. Það var í maí í fyrra sem Borghildur Svavarsdóttir greindist með æxlið. Hún segir að við þau tíðindi hafi henni fundist sem allt væri búið og hún hafi hugsað um það hvað yrði um börnin hennar. Sem betur fer hafi sálfræðingur verið hjá henni þegar hún hafi fengið slæmu fréttirnar. Borghildur gekkst undir 12 klukkustunda aðgerð á Sahlgrenska-sjúkrahúsinu í Gautaborg í september en hún var fjórða manneskjan sem gekkst undir slíka aðgerð. Karen Bjarnhéðinsdóttir, sjúkraþjálfari Borghildar, segir að þegar hún hafi komið heim eftir aðgerðina í Svíþjóð hafi hún nánast verið ósjálfbjarga, hafi þurft mikla aðstoð og notað mikla bolspelku sem notuð er til að gera mjaðmagrindina stöðuga eftir aðgerðina. Síðan þá hafi mikið vatn runnið til sjávar og hún sé orðin nokkuð sjálfbjarga með flesta hluti. Borghildur segir að hún hafi bæði hlakkað til að losna við meinið og kviðið því að þurfa að liggja í rúminu í allt að ár. Kvíðinn fyrir lyfjameðferð, sem ákveðið hefði verið að hún færi í þegar hún kæmi heim, hafi þó verið sterkari en allt hitt. Henni hafi verið sagt að hún myndi sofa í sólarhring eftir aðgerðina en hún hafi vaknað áður og þá hafi hún verið virkilega hrædd við allt og alla og lífið fram undan. Þá fyrst hafi hún fengið mikið áfall. Borghildur var sett í sérstakt snúningsrúm og fann ekkert fyrir fótunum dagana eftir aðgerðina. Við tók ströng endurhæfing. Hún segist hafa haldið að hún gæti setið eðlilega en svo sé ekki. Slíkir einfaldir hlutir sem fólk taki sjálfsagða séu horfnir. Mörgum þykir ótrúlegt að Borghildur geti hreyft sig eftir að spjaldhryggurinn var fjarlægður. Karen, sjúkraþjlfari hennar, tekur undir það og segir að það sem hafi gerst sé að þar sem spjaldhryggurinn hafi verið hafi myndast bandvefur sem sé mjög sterkur og haldi öllu saman. Hryggurinn sígi lítið eitt niður í mjaðmagrindina en þetta virki engu að síður. Borghildur er staðráðin í því að lifa eðlilegu lífi í framtíðinni. Trúin flytji fjöll og hún ætli að flytja sig á fjöllin. Styrktarreikningur hefur verið opnaður í Sparisjóðnum í Keflavík fyrir Borghildi og börnin hennar þrjú. Hún vill koma á framfæri þakklæti til félagasamtaka og þeirra fjölmörgu einstaklinga sem lagt hafa henni lið í þessari erfiðu baráttu. Fréttir Innlent Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Sjá meira
Bati fertugrar einstæðrar, þriggja barna móður sem greindist með illkynja æxli í spjaldhryggnum á síðasta ári þykir ótrúlegur. Spjaldhryggurinn var tekinn úr Borghildi Svavarsdóttur og er hún fyrsti Íslendingurinn sem gengst undir slíka aðgerð. Það var í maí í fyrra sem Borghildur Svavarsdóttir greindist með æxlið. Hún segir að við þau tíðindi hafi henni fundist sem allt væri búið og hún hafi hugsað um það hvað yrði um börnin hennar. Sem betur fer hafi sálfræðingur verið hjá henni þegar hún hafi fengið slæmu fréttirnar. Borghildur gekkst undir 12 klukkustunda aðgerð á Sahlgrenska-sjúkrahúsinu í Gautaborg í september en hún var fjórða manneskjan sem gekkst undir slíka aðgerð. Karen Bjarnhéðinsdóttir, sjúkraþjálfari Borghildar, segir að þegar hún hafi komið heim eftir aðgerðina í Svíþjóð hafi hún nánast verið ósjálfbjarga, hafi þurft mikla aðstoð og notað mikla bolspelku sem notuð er til að gera mjaðmagrindina stöðuga eftir aðgerðina. Síðan þá hafi mikið vatn runnið til sjávar og hún sé orðin nokkuð sjálfbjarga með flesta hluti. Borghildur segir að hún hafi bæði hlakkað til að losna við meinið og kviðið því að þurfa að liggja í rúminu í allt að ár. Kvíðinn fyrir lyfjameðferð, sem ákveðið hefði verið að hún færi í þegar hún kæmi heim, hafi þó verið sterkari en allt hitt. Henni hafi verið sagt að hún myndi sofa í sólarhring eftir aðgerðina en hún hafi vaknað áður og þá hafi hún verið virkilega hrædd við allt og alla og lífið fram undan. Þá fyrst hafi hún fengið mikið áfall. Borghildur var sett í sérstakt snúningsrúm og fann ekkert fyrir fótunum dagana eftir aðgerðina. Við tók ströng endurhæfing. Hún segist hafa haldið að hún gæti setið eðlilega en svo sé ekki. Slíkir einfaldir hlutir sem fólk taki sjálfsagða séu horfnir. Mörgum þykir ótrúlegt að Borghildur geti hreyft sig eftir að spjaldhryggurinn var fjarlægður. Karen, sjúkraþjlfari hennar, tekur undir það og segir að það sem hafi gerst sé að þar sem spjaldhryggurinn hafi verið hafi myndast bandvefur sem sé mjög sterkur og haldi öllu saman. Hryggurinn sígi lítið eitt niður í mjaðmagrindina en þetta virki engu að síður. Borghildur er staðráðin í því að lifa eðlilegu lífi í framtíðinni. Trúin flytji fjöll og hún ætli að flytja sig á fjöllin. Styrktarreikningur hefur verið opnaður í Sparisjóðnum í Keflavík fyrir Borghildi og börnin hennar þrjú. Hún vill koma á framfæri þakklæti til félagasamtaka og þeirra fjölmörgu einstaklinga sem lagt hafa henni lið í þessari erfiðu baráttu.
Fréttir Innlent Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Sjá meira