Ótrúlegur bati eftir aðgerð 17. apríl 2005 00:01 Bati fertugrar einstæðrar, þriggja barna móður sem greindist með illkynja æxli í spjaldhryggnum á síðasta ári þykir ótrúlegur. Spjaldhryggurinn var tekinn úr Borghildi Svavarsdóttur og er hún fyrsti Íslendingurinn sem gengst undir slíka aðgerð. Það var í maí í fyrra sem Borghildur Svavarsdóttir greindist með æxlið. Hún segir að við þau tíðindi hafi henni fundist sem allt væri búið og hún hafi hugsað um það hvað yrði um börnin hennar. Sem betur fer hafi sálfræðingur verið hjá henni þegar hún hafi fengið slæmu fréttirnar. Borghildur gekkst undir 12 klukkustunda aðgerð á Sahlgrenska-sjúkrahúsinu í Gautaborg í september en hún var fjórða manneskjan sem gekkst undir slíka aðgerð. Karen Bjarnhéðinsdóttir, sjúkraþjálfari Borghildar, segir að þegar hún hafi komið heim eftir aðgerðina í Svíþjóð hafi hún nánast verið ósjálfbjarga, hafi þurft mikla aðstoð og notað mikla bolspelku sem notuð er til að gera mjaðmagrindina stöðuga eftir aðgerðina. Síðan þá hafi mikið vatn runnið til sjávar og hún sé orðin nokkuð sjálfbjarga með flesta hluti. Borghildur segir að hún hafi bæði hlakkað til að losna við meinið og kviðið því að þurfa að liggja í rúminu í allt að ár. Kvíðinn fyrir lyfjameðferð, sem ákveðið hefði verið að hún færi í þegar hún kæmi heim, hafi þó verið sterkari en allt hitt. Henni hafi verið sagt að hún myndi sofa í sólarhring eftir aðgerðina en hún hafi vaknað áður og þá hafi hún verið virkilega hrædd við allt og alla og lífið fram undan. Þá fyrst hafi hún fengið mikið áfall. Borghildur var sett í sérstakt snúningsrúm og fann ekkert fyrir fótunum dagana eftir aðgerðina. Við tók ströng endurhæfing. Hún segist hafa haldið að hún gæti setið eðlilega en svo sé ekki. Slíkir einfaldir hlutir sem fólk taki sjálfsagða séu horfnir. Mörgum þykir ótrúlegt að Borghildur geti hreyft sig eftir að spjaldhryggurinn var fjarlægður. Karen, sjúkraþjlfari hennar, tekur undir það og segir að það sem hafi gerst sé að þar sem spjaldhryggurinn hafi verið hafi myndast bandvefur sem sé mjög sterkur og haldi öllu saman. Hryggurinn sígi lítið eitt niður í mjaðmagrindina en þetta virki engu að síður. Borghildur er staðráðin í því að lifa eðlilegu lífi í framtíðinni. Trúin flytji fjöll og hún ætli að flytja sig á fjöllin. Styrktarreikningur hefur verið opnaður í Sparisjóðnum í Keflavík fyrir Borghildi og börnin hennar þrjú. Hún vill koma á framfæri þakklæti til félagasamtaka og þeirra fjölmörgu einstaklinga sem lagt hafa henni lið í þessari erfiðu baráttu. Fréttir Innlent Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Bati fertugrar einstæðrar, þriggja barna móður sem greindist með illkynja æxli í spjaldhryggnum á síðasta ári þykir ótrúlegur. Spjaldhryggurinn var tekinn úr Borghildi Svavarsdóttur og er hún fyrsti Íslendingurinn sem gengst undir slíka aðgerð. Það var í maí í fyrra sem Borghildur Svavarsdóttir greindist með æxlið. Hún segir að við þau tíðindi hafi henni fundist sem allt væri búið og hún hafi hugsað um það hvað yrði um börnin hennar. Sem betur fer hafi sálfræðingur verið hjá henni þegar hún hafi fengið slæmu fréttirnar. Borghildur gekkst undir 12 klukkustunda aðgerð á Sahlgrenska-sjúkrahúsinu í Gautaborg í september en hún var fjórða manneskjan sem gekkst undir slíka aðgerð. Karen Bjarnhéðinsdóttir, sjúkraþjálfari Borghildar, segir að þegar hún hafi komið heim eftir aðgerðina í Svíþjóð hafi hún nánast verið ósjálfbjarga, hafi þurft mikla aðstoð og notað mikla bolspelku sem notuð er til að gera mjaðmagrindina stöðuga eftir aðgerðina. Síðan þá hafi mikið vatn runnið til sjávar og hún sé orðin nokkuð sjálfbjarga með flesta hluti. Borghildur segir að hún hafi bæði hlakkað til að losna við meinið og kviðið því að þurfa að liggja í rúminu í allt að ár. Kvíðinn fyrir lyfjameðferð, sem ákveðið hefði verið að hún færi í þegar hún kæmi heim, hafi þó verið sterkari en allt hitt. Henni hafi verið sagt að hún myndi sofa í sólarhring eftir aðgerðina en hún hafi vaknað áður og þá hafi hún verið virkilega hrædd við allt og alla og lífið fram undan. Þá fyrst hafi hún fengið mikið áfall. Borghildur var sett í sérstakt snúningsrúm og fann ekkert fyrir fótunum dagana eftir aðgerðina. Við tók ströng endurhæfing. Hún segist hafa haldið að hún gæti setið eðlilega en svo sé ekki. Slíkir einfaldir hlutir sem fólk taki sjálfsagða séu horfnir. Mörgum þykir ótrúlegt að Borghildur geti hreyft sig eftir að spjaldhryggurinn var fjarlægður. Karen, sjúkraþjlfari hennar, tekur undir það og segir að það sem hafi gerst sé að þar sem spjaldhryggurinn hafi verið hafi myndast bandvefur sem sé mjög sterkur og haldi öllu saman. Hryggurinn sígi lítið eitt niður í mjaðmagrindina en þetta virki engu að síður. Borghildur er staðráðin í því að lifa eðlilegu lífi í framtíðinni. Trúin flytji fjöll og hún ætli að flytja sig á fjöllin. Styrktarreikningur hefur verið opnaður í Sparisjóðnum í Keflavík fyrir Borghildi og börnin hennar þrjú. Hún vill koma á framfæri þakklæti til félagasamtaka og þeirra fjölmörgu einstaklinga sem lagt hafa henni lið í þessari erfiðu baráttu.
Fréttir Innlent Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira