Frímerki seld fyrir 120 milljónir 17. apríl 2005 00:01 "Við erum með ellefu þúsund fasta viðskiptavini í 75 löndum sem ýmist eru áskrifendur eða panta einstaka útgáfur," segir Vilhjálmur Sigurðsson, forstöðumaður Frímerkjasölu til safnara, sérstakrar deildar innan Íslandspósts sem þjónustar frímerkjasafnara um veröld víða. Þó níu manns vinni á deildinni er hún fámenn í samanburði við sambærilegar deildir annarra fámennra þjóða og segir Vilhjálmur að Álandseyingar og Færeyingar séu umfangsmeiri á þessu sviði en Íslendingar. "Við Íslendingar erum með minnstu frímerkjadeildina fyrir safnara á Norðurlöndum þannig að þetta helst ekki í hendur við höfðatöluna, þetta er heldur spurning um markaðssetningu." Frímerki eru markaðssett eins og aðrar söluvörur og nýjar útgáfur kynntar í víðlesnum fagtímaritum og á netinu. Þá skýrir það vinsældir Færeyskra frímerkja að litið er á þau sem hluta af dönsku frímerkjaflórunni og njóta þau góðs af því. "Ef við tilheyrðum ennþá Dönum seldum við miklu fleiri frímerki," segir Vilhjálmur og hlær. Til viðbótar við fasta kaupendur bætast fjölmargir sem skipta við sérstaka frímerkjaumboðsmenn eða nýta sér þjónustu póstverslana. Það er því ómögulegt að segja nákvæmlega til um hve margir safna íslenskum frímerkjum en sjálfsagt eru þeir á bilinu 15-20 þúsund. Vilhjálmur segir talsverða stafsemi í kringum frímerkjasöfnun í heiminum, til dæmis séu fjölmörg frímerkjablöð gefin út erlendis. Engu að síður hefur söfnunin látið á sjá. "Þetta er áhugamál sem er hægt og bítandi á hallanda fæti. Með breyttri tækni hefur dregið úr áhuga á frímkerjum og sjálfsagt spila tölvupóst og fax þar inní. Fyrir vikið hefur unga fólkið takmarkaðan áhuga á þessu. Þeir sem safna frímerkjum í dag eru því fyrst og fremst eldra fólk, það er allavega í miklum meirihluta." Sjálfur safnar Vilhjálmur frímerkjum, fyrst og fremst til að fylgjast með og vera vel með á nótunum. Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
"Við erum með ellefu þúsund fasta viðskiptavini í 75 löndum sem ýmist eru áskrifendur eða panta einstaka útgáfur," segir Vilhjálmur Sigurðsson, forstöðumaður Frímerkjasölu til safnara, sérstakrar deildar innan Íslandspósts sem þjónustar frímerkjasafnara um veröld víða. Þó níu manns vinni á deildinni er hún fámenn í samanburði við sambærilegar deildir annarra fámennra þjóða og segir Vilhjálmur að Álandseyingar og Færeyingar séu umfangsmeiri á þessu sviði en Íslendingar. "Við Íslendingar erum með minnstu frímerkjadeildina fyrir safnara á Norðurlöndum þannig að þetta helst ekki í hendur við höfðatöluna, þetta er heldur spurning um markaðssetningu." Frímerki eru markaðssett eins og aðrar söluvörur og nýjar útgáfur kynntar í víðlesnum fagtímaritum og á netinu. Þá skýrir það vinsældir Færeyskra frímerkja að litið er á þau sem hluta af dönsku frímerkjaflórunni og njóta þau góðs af því. "Ef við tilheyrðum ennþá Dönum seldum við miklu fleiri frímerki," segir Vilhjálmur og hlær. Til viðbótar við fasta kaupendur bætast fjölmargir sem skipta við sérstaka frímerkjaumboðsmenn eða nýta sér þjónustu póstverslana. Það er því ómögulegt að segja nákvæmlega til um hve margir safna íslenskum frímerkjum en sjálfsagt eru þeir á bilinu 15-20 þúsund. Vilhjálmur segir talsverða stafsemi í kringum frímerkjasöfnun í heiminum, til dæmis séu fjölmörg frímerkjablöð gefin út erlendis. Engu að síður hefur söfnunin látið á sjá. "Þetta er áhugamál sem er hægt og bítandi á hallanda fæti. Með breyttri tækni hefur dregið úr áhuga á frímkerjum og sjálfsagt spila tölvupóst og fax þar inní. Fyrir vikið hefur unga fólkið takmarkaðan áhuga á þessu. Þeir sem safna frímerkjum í dag eru því fyrst og fremst eldra fólk, það er allavega í miklum meirihluta." Sjálfur safnar Vilhjálmur frímerkjum, fyrst og fremst til að fylgjast með og vera vel með á nótunum.
Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira