Könguló, fluga og bátar á frímerki 13. apríl 2005 00:01 Könguló og húsafluga eru myndefni á tveimur frímerkjum sem Íslandspóstur gefur út á morgun. Sama dag koma út fjögur frímerki í heftum sem sýna íslenska vertíðarbáta frá miðbiki síðustu aldar. Köngulóin sem prýða mun frímerkin er svokölluð krosskönguló (araneus diadematus) en hún er meðal stærstu köngulóa sem fyrirfinnast í íslenskri náttúru. Kvendýrin eru nær undantekningarlaust stærri en karldýrin eins og tíðkast meðal langflestra köngulóa. Búklengd kvendýranna eru yfirleitt um 10-13 mm en hjá körlunum um 4-8 mm. Verðgildi frímerkisins er 50 kr. Örn Snorrason (EnnEmm auglýsingastofa) hannaði frímerkið en ljósmynd tók Jan Ethelberg. Íslandspóstur hefur áður gefið út frímerki tileinkuð skordýrum þ.e. fiðrildum (skrautfeta og grasyglu), járnsmið og húshumlu. Nú bætist húsaflugan við þá frímerkjaröð. Verðgildi frímerkisins er 70 kr. Örn Snorrason hannaði frímerkið en ljósmynd tók Oddur Sigurðsson. Vertíðarbátarnir á frímerkjunum voru allir smíðaðir hérlendis og hver með sínu byggingarlagi. Þeir eru allir frá miðbiki síðustu aldar. Vörður ÞH 4 var smíðaður úr eik í Reykjavík 1947. Hann var 67 brl með 185 ha. Allen diesel-vél. Hann var upphaflega gerður úr frá Grenivík. Báturinn var talinn ónýtur og tekinn af skipaskrá 13. maí 1976. Verðgildi frímerkisins er 70 kr. Hlynur Ólafsson hannaði frímerkið en ljósmynd tók Jón Björnsson. Kári VE 47 var smíðaður úr eik í Vestmannaeyjum 1944. Báturinn var 63 brl með 150 ha. Fairbanks Morse diesel-vél. Báturinn var talinn ónýtur eftir bruna og tekinn af skrá 4. nóv. 1965. Verðgildi frímerkisins er 70 kr. Hlynur Ólafsson hannaði frímerkið en ljósmynd tók Jón Björnsson. Sædís ÍS 67 er elst þessara báta, smíðuð úr eik og beyki á Ísafirði 1938. Hún var aðeins 15 brl með 45 ha. June Munktell vél. Hún var lengst af gerð út frá Ísafriði en skráð í Bolungarvík 1988. Verðgildi frímerkisins er 95 kr. Hlynur Ólafsson hannaði frímerkið en ljósmynd tók Jón Björnsson. Guðbjörg NK 74 var smíðuð úr eik á Neskaupsstað 1948. Hún var 39 brl og upphaflega með 160 ha. Delta diesel-vél. 1973 var sett í bátinn 340 ha. GM diesel-vél og báturinn var skráður í Vestmannaeyjum 1988. Verðgildi frímerkisins er 95 kr. Hlynur Ólafsson hannaði frímerkið en ljósmynd tók Jón Björnsson. Fréttir Innlent Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Könguló og húsafluga eru myndefni á tveimur frímerkjum sem Íslandspóstur gefur út á morgun. Sama dag koma út fjögur frímerki í heftum sem sýna íslenska vertíðarbáta frá miðbiki síðustu aldar. Köngulóin sem prýða mun frímerkin er svokölluð krosskönguló (araneus diadematus) en hún er meðal stærstu köngulóa sem fyrirfinnast í íslenskri náttúru. Kvendýrin eru nær undantekningarlaust stærri en karldýrin eins og tíðkast meðal langflestra köngulóa. Búklengd kvendýranna eru yfirleitt um 10-13 mm en hjá körlunum um 4-8 mm. Verðgildi frímerkisins er 50 kr. Örn Snorrason (EnnEmm auglýsingastofa) hannaði frímerkið en ljósmynd tók Jan Ethelberg. Íslandspóstur hefur áður gefið út frímerki tileinkuð skordýrum þ.e. fiðrildum (skrautfeta og grasyglu), járnsmið og húshumlu. Nú bætist húsaflugan við þá frímerkjaröð. Verðgildi frímerkisins er 70 kr. Örn Snorrason hannaði frímerkið en ljósmynd tók Oddur Sigurðsson. Vertíðarbátarnir á frímerkjunum voru allir smíðaðir hérlendis og hver með sínu byggingarlagi. Þeir eru allir frá miðbiki síðustu aldar. Vörður ÞH 4 var smíðaður úr eik í Reykjavík 1947. Hann var 67 brl með 185 ha. Allen diesel-vél. Hann var upphaflega gerður úr frá Grenivík. Báturinn var talinn ónýtur og tekinn af skipaskrá 13. maí 1976. Verðgildi frímerkisins er 70 kr. Hlynur Ólafsson hannaði frímerkið en ljósmynd tók Jón Björnsson. Kári VE 47 var smíðaður úr eik í Vestmannaeyjum 1944. Báturinn var 63 brl með 150 ha. Fairbanks Morse diesel-vél. Báturinn var talinn ónýtur eftir bruna og tekinn af skrá 4. nóv. 1965. Verðgildi frímerkisins er 70 kr. Hlynur Ólafsson hannaði frímerkið en ljósmynd tók Jón Björnsson. Sædís ÍS 67 er elst þessara báta, smíðuð úr eik og beyki á Ísafirði 1938. Hún var aðeins 15 brl með 45 ha. June Munktell vél. Hún var lengst af gerð út frá Ísafriði en skráð í Bolungarvík 1988. Verðgildi frímerkisins er 95 kr. Hlynur Ólafsson hannaði frímerkið en ljósmynd tók Jón Björnsson. Guðbjörg NK 74 var smíðuð úr eik á Neskaupsstað 1948. Hún var 39 brl og upphaflega með 160 ha. Delta diesel-vél. 1973 var sett í bátinn 340 ha. GM diesel-vél og báturinn var skráður í Vestmannaeyjum 1988. Verðgildi frímerkisins er 95 kr. Hlynur Ólafsson hannaði frímerkið en ljósmynd tók Jón Björnsson.
Fréttir Innlent Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira