Innlent

Einelti tíðara í yngri bekkjum

Könnunin var gerð í 30 grunnskólum um allt land, en þessir sömu skólar hófu þátttöku í svonefndri Olweusaráætlun gegn einelti haustið 2004. Er þetta fyrsta könnunin sem fram fer í skólunum samkvæmt aðgerðaáætluninni. Athygli vekur sá mismunur sem er á eineltisaðferðum þeim sem strákar verða fyrir annars vegar og stelpur hins vegar. Í flestum tilvikum er gert grín að strákunum og þeim strítt. Þá koma aðferðir eins og lygar og áburður. Stelpurnar eru aftur á móti í flestum tilvikum útilokaðar. Langstærstur hluti nemendanna segja frá því ef þeir verða fyrir einelti, en þó er allnokkur hópur sem þegir yfir því. Yfirleitt eru það vinir eða systkini, svo og fullorðnir heima sem krakkarnir segja frá eineltinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×