Innlent

Hefur engin áhrif á okkar störf

Ákvörðun um framtíðarstaðsetningu Háskólans í Reykjavík gæti verið tekin upp úr næstu helgi, en háskólaráð skólans hefur ásett sér að ákvörðun ráðsins, um hvort skólinn flytji í Vatnsmýrina í Reykjavík eða Urriðaholt í Garðabær, verði ljós í lok næstu viku. Undanfarna daga hafa hægri sinnaðar konur, annars vegar tengdar vefritinu Tíkin.is og hins vegar Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík hvatt til þess að í Vatnsmýrinni, þar sem Reykjavíkurborg hefur boðið háskólanum byggingaland, verði frekar nýtt sem útivistarsvæði fyrir borgarbúa. "Ég var að vonast til að við gætum verið að vinna að málinu án þess að það sé mikið í fjölmiðlum," segir Sverrir Sverrisson, formaður Háskólaráðs Háskólans í Reykjavík í gær. Fram kom í máli sumra háskólaráðsmanna sem Fréttablaðið ræddi við að umræðan hafi verið óþægileg, í ljósi þess að aðilar hafi ásett sér að ræða málið ekki í fjölmiðlum fyrr en ákvörðun verður tekin. Við þetta hafi allir staðið, en ekki sé hægt að stjórna málflutningi annarra. "Þetta hefur í sjálfu sér engin áhrif á okkar störf," segir Sverrir. Ákvörðun verði tekin með framtíðarhagsmuni skólans að leiðarljósi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×