Innlent

Tekur undir gagnrýni á stjórn SL

Stjórn Meistarafélags húsasmiða tekur undir þá gagnrýni sem stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins hefur sætt vegna starfslokasamnings við fyrrverandi framkvæmdastjóra sjóðsins. Félagið telur milljónirnar 43 sem samið var um við starfslok framkvæmdastjórans vissulega vera sláandi háa tölu en þó nánast skiptimynt í samanburð við þá milljarða sem tapast hafa vegna lélegrar stjórnunar sjóðsins. Í fréttatilkynningu frá félaginu er borin saman hrein ávöxtun sjóðsins við nokkra af stærstu lífeyrissjóðum landsins á tímabilinu 1999-2004. Þar kemur meðal annars fram að Lífeyrisstjóður sjómanna hafi verið með rúmlega 16 prósenta raunávöxtun á móti 6,7 prósenta raunávöxtun Sameinaða lífeyrissjóðsins fyrir sama tímabil. Út frá því dregur félagið þá ályktun að stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins hafi ekki haft hagsmuni sjóðsfélaga að leiðarljósi undanfarin ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×