Innlent

Helber tilbúningur

"Þarna gengur inn maður og staðgreiðir auglýsingu í nafni skólans en meira er ekki vitað," segir Hjalti Þorkelsson, skólastjóri Landakotsskóla. Mörgum brá í brún vegna auglýsingar þeirrar er birtist í Morgunblaðinu á sunnudaginn þess efnis kaþólski biskupinn hafi ákveðið að loka skólanum og hætta allri kennslu en hvorki kirkjan né skólinn stóðu fyrir auglýsingunni. Hjalti segist engu nær um hver hafi þarna verið að verki eða hvað honum hafi borið til en margir áhyggjufullir foreldrar hafi haft samband vegna málsins. "Þetta er hið furðulegasta mál og okkur fýsir að vita hver stendur að baki þessu en við höfum ekki tekið neinar ákvarðanir enda viljum við fá að heyra í foreldrum áður en frekari skref verða stigin. En auglýsingin er helber tilbúningur."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×