Innlent

Ekki færri HIV-smit í 15 ár

Fimm manns greindust með HIV-smit hér á landi á síðasta ári og hafa ekki færri greinst með veiruna síðustu 15 árin, að því er fram kemur í Farsóttafréttum Landlæknisembættisins. Fyrstu þrjá mánuði þessa árs hefur verið tilkynnt um tvö tilfelli af HIV-smiti hér á landi. Í árslok 2004 hafði verið tilkynnt til sóttvarnarlæknis um 176 tilfelli af HIV frá upphafi skráningar. Þar af höfðu 56 sjúklingar greinst með alnæmi og 36 látist af völdum sjúkdómsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×