Innlent

Best að borga ekki

Nokkur fyrirtæki hafa lent í vandræðum vegna sænsks fyrirtækis sem rukkar þau fyrir skráningu í gagnagrunn sinn þrátt fyrir að ekki hafi verið beðið um skráninguna. Gústaf Adolf Skúlason, forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins, segir að samtökin geti haft samband við sænska fyrirtækið, Nordisk Industri, í gegnum systursamtök sín í Svíþjóð og hótað lögsókn láti þau íslensk fyrirtæki ekki í friði. Hann segir sænska fyrirtækið vita að það komist ekkert áfram með innheimtuaðgerðir og því sé íslenskum fyrirtækjum ráðlagt að borga ekki ef þau eru rukkuð fyrir skráningu í gagnagrunn á vegum sænska fyrirtækisins. "Við vitum um nokkur fyrirtæki sem hafa verið að glíma við ítrekuð erindi frá þessu fyrirtæki," segir hann. "Fyrirtækið sendir gögn um viðkomandi fyrirtæki með símanúmerum og heimilisfangi og svo hringja starfsmenn þess og biðja fólk hér að staðfesta skriflega faxið. Ef svarið er nei ganga þeir á röðina innan sama fyrirtækis þangað til einhver skrifar undir og telur sig bara vera að staðfesta heimilisfang eða eitthvað þvíumlíkt. Í kjölfarið fara þeir að rukka," segir Gústaf Adolf.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×