Innlent

Ítarleg rannsókn á þorskum

Hjá Hafrannsóknarstofnun er hafin rannsókn á því hvort erfðafræðilegir þættir eða umhverfisþættir hér við land eigi sök á því að sífellt minni þorskur komi í net sjómanna. Komið hefur í ljós erlendis að þar sem sókn er mikil á sömu tegund fiska að kynþroskahlutfall þeirra vex miðað við lengd og aldur og sama þróun virðist eiga sér stað hérlendis að sögn Björns Ævarrs Steinarssonar hjá Hafrannsóknastofnun. Er ætlunin að rannsaka nákvæmlega hvaða orsakir liggja þar að baki og þá til hvaða ráða skal bregðast í framhaldi af þeirri rannsókn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×