Innlent

Ummæli borgarstjóra fráleit

"Ummæli borgarstjóra varðandi þetta mál gagnvart okkur sjálfstæðismönnum eru fráleit og eiga sér enga stoð í raunveruleikanum," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri, sagði í Fréttablaðinu í gær að bullandi flokkspólitík væri hlaupin í umræðuna um staðsetningu HR og að ýmsir áhrifamiklir Sjálfstæðismenn væru augljóslega staðráðnir í að koma HR til Garðabæjar. Vilhjálmur kannast ekki við slíkt. "Ég tel það beinlínis skyldu borgaryfirvalda að finna heppilega staðsetningu fyrir sameinaðan Háskóla í Reykjavík og Tækniháskólann," segir Vilhjálmur sem telur þó gallann við Vatnsmýrina þann að það skorti heildstætt skipulag sem hefði þurft að liggja fyrir af öllu svæðinu. Þá hefur hann einnig nokkrar áhyggjur af því að þessi staðsetning geti haft áhrif á útivistarsvæðið við Öskjuhlíð og Nauthólsvík. Borgin hefði þurft að bregðast miklu fyrr við og reynt hefði átt að finna svæði sem væri betur staðsett gagnvart umferð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×