Innlent

Hámarksbústærðir skoðaðar

Hámarksbústærðir voru til umræðu á aðalfundi Landssambands Kúabænda síðustu helgi. Var stjórn LK falið að vinna að því að móta stefnu í þeim málum. Þórólfur Sveinsson formaður LK segir þetta einungis vera vangaveltur um það hvort heppilegt sé að hafa óhefta samþjöppunarmöguleika og hvort ástæða sé til að setja einhver mörk á það. Mjög skiptar skoðanir séu um hvort grípa eigi til takmarkana og geti hann ekki sagt hvort það verði niðurstaðan að leggja það til. Þórólfur segir hömlur á bústærðum þekkt fyrirbæri, þó sé þróunin almennt í þá átt að létta á takmörkunum. Tók hann dæmi af Norðmönnum og Dönum sem hafi miklar hömlur í landbúnaðarkerfinu en séu að draga úr þeim. Þórólfur segir að takmörkun bústærða hafi verið töluvert í umræðunni síðastliðið vor en í gripagreiðslum sem teknar verða upp 1. september á næsta ári sé gert ráð fyrir að stuðningur frá ríkinu minnki eftir því sem búið stækki, og hverfi alveg þegar búið er orðið mjög stórt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×