Innlent

Hafa fjóra mánuði til stefnu

Ekkert olíufélaganna þriggja, Olís, Esso og Skeljungs, sem dæmd voru til greiðslu sekta vegna ólöglegs samráðs þeirra samkvæmt úrskurði Samkeppnisstofunar hafa enn greitt sekt sína. Skutu öll félögin málinu fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála sem úrskurðaði einnig um sekt en lækkaði sektargreiðslur. Að sögn Guðmundar Sigurðssonar, yfirmanns samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar, hafa olíufélögin sex mánuði til stefnu eftir að úrskurður áfrýjunarnefndar liggur fyrir en úrskurður þeirra lá fyrir 31. janúar síðarliðinn. Hafa félögin þrjú því enn tæpa fjóra mánuði til að greiða sektir sínar. Um talsverðar upphæðir er að ræða. Olíufélagið Esso skal greiða 490 milljónir króna, Skeljungur 450 milljónir króna og Olís 560 milljónir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×