Innlent

Rekstur Valhallar boðinn út

"Það eina sem ég sé fyrir mér í þessu er að þetta verði opinber bygging sem er eingöngu fyrir gesti ríkisstjórnar og Alþingis," segir Elías V. Einarsson veitingamaður sem hefur annast rekstur Hótel Valhallar í á þriðja ár. Engin starfsemi er í Valhöll á Þingvöllum eins og stendur en Ríkiskaup hafa fyrir hönd forsætisráðuneytis auglýst eftir áhugasömum og fjárhagslega traustum aðilum til viðræðu um að taka að sér rekstur Hótel Valhallar til næstu fimm ára. Elías segist ekki sjá neinn rekstrargrundvöll á Valhöll sem gæti borið sig. Rekstur hússins sé dýr og stærðin á hótelinu óhentug. Halldór Árnason skrifstofustjóri forsætisráðuneytisins segir engar áætlanir uppi um að ríkið reki Valhöll sjálft. Ef enginn rekstraraðili sjái sér hag í því að reka hótelið verði að skoða málið að nýju. Hann segir áhugasama hafa frest til 19. apríl til að tilkynna áhuga á rekstrinum og þá verði farið í viðræður við viðkomandi. .



Fleiri fréttir

Sjá meira


×