Innlent

Fischer boðið að tefla í Sofíu

Búlgarska skáksambandið hefur boðið Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistara í skák, á skákmót sem haldið verður í Sofíu í maí. Þetta kemur fram á vefmiðli Morgunblaðsins, mbl.is. Forsvarsmenn búlgarska skáksambandsins vonast til þess að Fischer sjái sér fært að mæta en fulltrúi skáksambandsins kemur líklega fyrst til Íslands til þes að ræða möguleikann við Fischer, en hann hefur ítrekað sagt að hann hafi engan áhuga á að tefla framar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×