Innlent

Vísir fjölsóttasti vefurinn

Vísir mælist nú fjölsóttasti vefur landsins samkvæmt samræmdri vefmælingu Modernuss. Í liðinni viku heimsóttu 203.738 notendur Vísi en það eru rúmlega 20% fleiri notendur en í vikunni þar á undan. Þetta er í fyrsta sinn sem fjöldi notenda Vísis fer yfir 200.000 í einni viku. Vísir hefur nú töluvert forskot á keppinauta sína ef mið er tekið af notendafjölda á viku, en næstur á eftir Vísi kemur vefurinn mbl.is með 169.654 notendur og þar eftir kemur hugi.is með ríflega 132 þúsund notendur. Vísir hefur vaxið jafnt og þétt undanfarna mánuði. Blogghlutinn hefur vaxið hlutfallslega mest að undanförnu en lestur á bloggsíðum Vísis jókst um 38% milli vikna. Þess má geta að um 250 nýjar bloggsíður eru settar upp daglega á Vísi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×