Innlent

Risaborar nýtast vart lengur

Risaborar þeir er notaðir eru vegna framkvæmdanna við Kárahnjúka og hafa reynst framar vonum munu að líkindum ekki nýtast í önnur verkefni þegar að framkvæmdum fyrir austan lýkur. Ýmsir aðilar, þar á meðal forsvarsmenn Fjarðabyggðar, hafa forvitnast um hvort ekki sé möguleiki að fá afnot af borunum þremur eftir að framkvæmdum lýkur við Kárahnjúka. Með slík tæki undir höndum sé fljótlegra og auðveldara að bora jarðgöng en að sprengja þau eins og gert er nú. Hins vegar er líftími boranna takmarkaður og talið að vart svari kostnaði að endurnýja það sem þarf sé ætlunin að nota þá áfram.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×