Innlent

Lóan komin á Stokkseyri

Lóan er sprellfjörug og spræk og syngur fullum hálsi á Stokkseyri, að sögn Ólafar Jónsdóttur íbúa í bænum. Ólöf rakst á lóuna um helgina þegar hún var á göngu nálægt bænum. Hún heyrði fyrst í henni og trúði vart eigin eyrum. "Það breytist alltaf eitthvað inní manni þegar maður sér lóuna. Það kemur sumar í mann og maður fer að spá í tjaldvagninn og útilegurnar og það verður raunverulegra að sumarið sé að koma. Þetta er óneitanlega sumarboðinn."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×