Innlent

Fleiri um Leifsstöð

Alls fóru 125 þúsund farþegar um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í mars. Þeim fjölgaði um tæp 27 prósent miðað við sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir að farþegum um flugstöðina fjölgar greina Samtök í ferðaþjónustu tregðu í eftirspurn eftir ferðum til landsins vegna gengisþróunar. Mun fleiri fóru um flugstöðina fyrstu þrjá mánuði ársins en fyrstu þrjá í fyrra. Þeir voru nú tæplega 300 þúsund. Farþegum sem millilentu hér á leið yfir Norður-Atlantshafið fjölgaði um fjórðung.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×