Innlent

Lokað í norðurátt við Húnaver

Þjóðvegi eitt rétt vestan við Húnaver verður lokað í norðurátt nú í hádeginu og er vonast til að hægt verði að opna hann að nýju um hálftvö eða tvöleytið í dag. Flutningavagn með frystum matvælum fór út af veginum í gær, losnaði frá bílnum og valt. Til að fjarlægja vagninn þarf fyrst að tæma gáminn og getur það tekið dálítinn tíma. Vegfarendur eru beðnir að taka tillit til þessarra framkvæmda en eins og margir þekkja getur verið blint á þessu svæði í nágrenni Svartár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×