Innlent

Getur ógnað lífríki Íslands

"Ég óskaði eftir þessum upplýsingum þar sem ég tel að lífríki landsins sé verulega ógnað ef Kóngakrabbinn nær fótfestu hér við land," segir Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins. Hann hefur borið fram fyrirspurn til umhverfisráðherra um hvort stjórnvöld hyggist grípa til fyrirbyggjandi aðgerða. Magnús bendir á að smákrabbar eða krabbalirfur geti borist hingað með ballestarsjó í skipum. "Það liggur fyrir að krabbinn hefur valdið stórskaða á lífríki við Noreg og það verður að koma í veg fyrir að hingað komist hann því þá verður ekki aftur snúið."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×