Innlent

Óska aðstoðar umhverfisráðuneytis

"Að mínu viti er ekki seinna vænna að grípa til róttækari aðgerða en verið hefur hingað til," segir Ingvar Atli Sigurðsson, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands. Kanínur eru orðnar alvarlegt vandamál í Eyjum og þrátt fyrir að ýmsum vopnum hafi verið beitt í baráttu gegn þeim heldur þeim áfram að fjölga. Bæjaryfirvöld hafa þegar sent umhverfisráðuneytinu bréf þar sem óskað er frekari aðstoðar í baráttunni við þennan vágest en fjöldi kanínanna er það mikill að lundanum stendur hætta af. Eyðileggja þær gjarnan lundaholur til að grafa sín eigin göng og hefur sést til þeirra í Heimakletti en þaðan er stuttur spölur að Ystakletti þar sem eitt mesta svöluvarp landsins fer fram. Ingvar segir að þrátt fyrir að 700 kanínur hafi verið felldar á síðasta ári og 200 á þessu sjái vart högg á vatni. "Það er nánast sama hvert farið er um eynna að hvarvetna rekst fólk á kanínur á vappi."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×