Lífið

Mínus hitar upp

Nú hefur verið staðfest að Mínus verður aðalupphitunarhljómsveit fyrir tónleika Velvet Revolver sem haldnir verða í Egilshöll þann 7. júlí nk. Meðlimir Mínuss hafa lengi þekkt Slash og félaga og var það einlæg ósk Velvet Revolver að Mínus hitaði upp. Seinni upphitunarhljómsveitin verður tilkynnt síðar. Velvet Revolver mun stíga á stokk í þætti Jay Leno mánudaginn 10. apríl á Skjá einum. Þess má geta að Velvet Revolver fékk nýlega Grammy-verðlaunin sem besta tónleikasveitin og ættu því íslenskir tónleikagestir ekki að verða sviknir af tónleikum hljómsveitarinnar í sumar. Velvet Revolver leggur mikla áherslu á að sinna unnendum Guns n' Roses og Stone Temple Pilots og má finna marga helstu smelli þessara sveita í lagavali hljómsveitarinnar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.