Lífið

Kameldýr í flugstöðinni

Starfsmanni á flugvellinum í Sidney var sagt upp á dögunum fyrir all sérstakar sakir. Þannig er mál með vexti að einn flugfarþegi var með tvo grímubúninga í farangri sínum, annars vegar kameldýrabúning og hins vegar krókódílabúning, og afhenti töskuna eins og vera ber um leið og hann innritaði sig í flugið. Þegar hann stendur svo í röð við landgang flugvélarinnar stuttu seinna og bíður eftir að fá að ganga um borð, heyrir hann fólk byrja að pískra um að það sé kameldýr í flugstöðinni. Eigandi grímubúninganna lítur þá upp og uppgötvar, sér til mikillar furðu eðli málsins samkvæmt, að einhver hafði klætt sig í kameldýrabúninginn hans og farið svo að vappa um flugstöðina. Þegar hann athugaði málið nánar kom í ljós að sá í búningnum hafði þann starfa á flugvellinum að koma farangri farþega um borð í réttar flugvélar. Af einhverjum ástæðum hafði hann opnað tösku búningaeigandans, séð dýrabúningana tvo og ekki getað haldið aftur af sér að bregða sér í líki kameldýrsins og spóka sig um flugstöðina, þó ekki væri nema í stutta stund.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.