Lífið

Bannað að sofa hjá Maríu mey

Leiklistarfélagið Agon í Borgarholtsskóla frumsýnir í Iðnó þann 14. apríl leiksýninguna Bannað að sofa hjá Maríu mey en leikritið er samið af tveimur nemendum skólans. Það fjallar í stuttu máli um unglingsstúlkuna Maríu mey sem þarf að gera það upp við sig hvort hún vilji sofa hjá strák af því að vinir hennar vilja að hún geri það eða af því að hún vill það. Í leikritinu er hin upprunalega María mey gerð að Maríu mey nútímans, að því er segir í tilkynningu frá leiklistarfélaginu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.