Sport

Fylkir sigraði Víkinga

Fylkir sigraði Víkinga, 3-0, á Fylkisvelli í 1. riðli A-deildar Deildarbikarkeppni KSI. Aðstæður á vellinum voru vægast sagt slæmar en mikil snjókoma skyggði sýn manna svo um munaði. En það dró til tíðinda í leiknum á 32. mínútu er Jón Haukur Haraldsson braut á Viktori Bjarka Árnasyni og fékk að líta sitt annað gula spjald, en Gísli Hlynur Jóhannsson, góður dómari leiksins, hafði áður sýnt honum gula spjaldið fyrir að handleika knöttinn. Viktor Bjarki brást hinsvegar hinn versti við og braut á Jóni Hauk til baka í hefniskyni og sá Gísli Hlynur dómari sig knútinn til að sýna honum rauða kortið. En með 10 leikmenn í báðum liðum tóku Fylkismenn fljótt öll völd og Finnur Kolbeinsson kom þeim yfir á 38. mínútu. Sævar Þór Gíslason kom þeim í 2-0 með marki í upphafi síðari hálfleiks áður en Helgi Valur Daníelsson innsiglaði góðan sigur Fylkismanna með marki á síðustu mínútu leiksins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×