Sport

Kristinn Darri samdi við ÍA

Varnarmaðurinn efnilegi, Kristinn Darri Röðulsson, skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Knattspyrnufélag Akranes, en Kristinn Darri hafði fyrir skemmstu fengið sig lausan frá Fram, en þangað fór hann í haust frá einmitt Skagamönnum. Kristinn Darri, sem er átján ára og var í U-19 ára landsliði Íslands sem tók þátt í undankeppni EM í sumar, var einn af lykil mönnum 2. flokks Skagamanna sem varð bæði Íslands- og bikarmeistari síðastliðið sumar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×