Sport

Valur sigraði Skagann

Valsmenn sigruðu Skagamenn í 1. riðli A-deildar í Deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu, en leikið var í Egilshöll. Fyrrum Skagamaðurinn Garðar Gunnlaugsson kom Valsmönnum yfir strax á 10. mínútu en Ellert Jón Björnsson jafnaði sjö mínútum síðar og staðan 1-1 í hálfleik. Í  síðari hálfleik komu Valmenn mjög sterkir til leiks og gerðu þrjú mörk. Fyrst Matthías Guðmundsson á 57. mínútu, þá Grétar Sigurðsson á 76. mínútu og loks Sigurbjörn Hreiðarsson á þeirri 79. Sigur Valsmanna var mjög sangjarn en Skagamenn virtust gefast upp í síðari hálfleik og þoldi mótlætið greinilega ekki vel.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×