Erlent

Misþyrmt og svo bútuð niður

Sundurhlutaða líkið, sem fannst í svörtum plastpoka í miðborg Stokkhólms í gær, er af fremur fullorðinni konu. Málið minnir um margt á morðið á leigubílstjóranum í Kaupmannahöfn um páskana. Plastpokanum hafði verið hent út á ísi lagt vatn við Hilton-hótelið í Slussen-hverfinu. Lögreglan segir að konunni, sem líklegast er á sextugs- eða sjötugsaldri, hafi verið misþyrmt hrottalega áður en hún var bútuð í sundur. Í pokanum voru útlimirnir en enn vantar hluta af líkinu, meðal annars búkinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×