Sport

Tua sigraði Griffis

Nýsjálendingurinn David Tua, sem er fyrrum áskorandi í þungavigt, sigraði í dag Bandaríkjamanninn Talmadge Griffis í hnefaleikakeppni sem fram fór í Nýja Sjálandi. Tua, sem ekki hafði boxað í rúm tvö ár, var svolítið ryðgaður í bardaganum en dómarinn stöðvaði bardagann eftir 2:34 mínútur í tíundu lotu eftir að Tua hafði náð góðu höggi á Griffis sem vankaðist við höggið. Tua hefur núna sigrað 43 bardaga, þar af 38 á rothöggi, en aðeins tapað þremur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×