Erlent

Enn sprengt í Írak

Uppreisnarmenn voru iðnir við kolann í Írak í gær. Bílsprengjuárás var gerð suður af Kirkuk og auk tilræðismannsins fórust fimm manns, þar af tveir íraskir hermenn. Þá fórust fjórir í sprengjutilræði í Samarra að tilræðismanninum meðtöldum. Fjöldi fólks særðist í árásum víðs vegar um landið. Al-Jazeera sjónvarpsstöðin sýndi í fyrrakvöld myndir af Rúmenunum þremur sem rænt var á dögunum en auk þess virtist Bandaríkjamaður vera með þeim í haldi. Byssum var beint að mönnunum. Engar kröfur hafa verið settar fram.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×