Sport

Montoya ekki með í Bahrein

Nú hefur verið staðfest að kólumbíski ökuþórinn Juan Pablo Montoya getur ekki keppt fyrir McLaren í Bahrein um næstu helgi. Montoya datt illa þegar hann var að leika Tennis í síðustu viku og meiddist á öxl.  Nú hefur hann staðfest að meiðslin séu það alvarleg að hann geti ekki beitt sér að fullu í kappakstrinum og því mun Pedro de la Rosa keppa í hans stað um helgina. "Það er erfitt líkamlega að keppa í Formúlu 1 og eins staðan er í dag, get ég ekki beitt mér að fullu fyrir meiðslunum," sagði kólumbíumaðurinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×