Innlent

Takmarkanir á malbiki

Enn eru í gildi þungatakmarkanir á mörgum láglendisvegum og jafnvel malbikuðum leiðum samvæmt upplýsingum frá Vegagerð ríkisins. Ástæðan er sú að vegir eru mjög viðkvæmir meðan frost fer úr jörðu. Þá er akstur bannaður á fjölmörgum hálendisvegum sem komnir eru upp úr snjó þar sem þeir verða að drullusvaði ef þeir eru eknir. Ef fólk hefur áhuga á að komast upp á jökul hefur Vegagerðin bent á að hægt sé að komast upp á Langjökul frá Húsafelli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×