Erlent

Vargöldin heldur áfram

Á annan tug manna týndi lífi í tilræðum víðs vegar um Írak í gær. Mannskæðasta árásin var gerð í Mosul þar sem fjórir uppreisnarmenn skutu sex vegfarendur til bana áður en þeir féllu svo fyrir byssukúlum hermanna. Í suðurhluta landsins var einn sjíi drepinn og tveir særðir í skotárás en þeir voru í pílagrímsför til Karbala ásamt þúsundum trúbræðra sinna. Á svipuðum slóðum sprengdi maður á reiðhjóli sig upp með þeim afleiðingum að tveir lögreglumenn dóu. Hvorki gengur né rekur í stjórnarmyndunarviðræðum í landinu og er ekki útlit fyrir að menn nái saman í bráð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×