Innlent

Öryggi um Suðurlandsveg óviðunandi

Öryggi farþega um Suðurlandsveg á milli Reykjavíkur og Selfoss verður ekki viðunandi fyrr en stjórnvöld breyta honum í tveir plús einn veg, þar sem vegrið aðskilur veghelminga. Þetta segir í ályktun sem Umferðarráð hefur sent samgönguráðuneytinu, vegamálastjóra og samgöngunefnd Alþingis. Í henni leggur ráðið einnig þunga áherslu á að vegrið verði sett milli veghelminga á veginn um Svínahraun. Annað standist ekki nútímakröfur um umferðaröryggi. Samgönguráðherra hefur sett málið í sérstaka skoðun, að sögn Óla H. Þórðarsonar, formanns Umferðarráðs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×