Sport

Montoya meiddist í tennis

Forráðamenn McLaren-liðsins í Formúlu 1 kappakstrinum hafa staðfest að Kólumbíumaðurinn Juan Pablo Montoya sjái sér ekki fært um að taka þátt í næstu keppni vegna meiðsla. Kappinn meiddist á öxl er hann hrasaði í tennisleik í síðustu viku. Eftir ítarlega rannsókn hjá læknum var Montoya ráðlegt að sleppa næstu keppni í Formúlunni sem fram fer í Bahrain. PEdro de la Rosa, tilraunaökuþór McLaren, mun taka sæti hans í keppninni. "Að keyra Formúlu 1 bíl er mjög erfitt og óhugsandi meðan á meiðslum mínum stendur," sagði Montoya. "Ég er vitanlega mjög svekktur með að geta ekki tekið þátt en verð að hlýta ráðum læknanna."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×