Erlent

Páfi aftur á sjúkrahús?

Jóhannes Páll páfi II gæti þurft að fara aftur á sjúkrahús til þess að láta setja í sig magasondu svo unnt sé að veita honum næringu. Þetta hefur fréttastofa AP eftir ónafngreindum heimildarmanni innan Vatíkansins. Sem stendur á páfinn í erfiðleikum með að kyngja mat og gæti því þurft á næringargjöf að halda. Fréttir voru ennfremur að berast af því fyrir stundu að páfi hafi ekki komið upp orði þegar hann reyndi að ávarpa og blessa almenning frá glugga íbúðar sinnar í Páfagarði. Þetta er í annað sinn á örfáum dögum sem slíkt gerist því sama var uppi á teningnum á páskadag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×