Erlent

Tala látinna töluvert yfir þúsund

Nú er staðfest að meira en þúsund manns hafi farist í jarðskjálftanum undan ströndum Indónesíu á mánudaginn. Í morgun bárust fréttir af því að á milli tvö og þrjú hundruð manns hefðu látist á Banyak-eyjum og alls hefðu að minnsta kosti þúsund manns farist á Nias-eyjaklasanum. Að sögn stjórnvalda á svæðinu er allt eins líklegt að hátt í tvö þúsund manns hafi fallið í valinn. Þá liggi enn ekki fyrir hve margir hafi slasast í skjálftanum og eins sé enn á huldu hve margir hafi misst heimili sín. Í morgun lögðu tvær Herkúles-flugvélar af stað frá Ástralíu með hjálpargögn til Indónesíu vegna jarðskjálftans. Vélarnar koma til Indónesíu í kvöld og snemma á fimmtudagsmorgun verður byrjað að dreifa hjálpargögnum. Ástralar hafa auk þessa heitið tæplega átta hundruð þúsund bandaríkjadölum til hjálparstarfs vegna skjálftans á mánudaginn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×