Innlent

Mánuði fyrr á ferðinni

Skógarlingrósin er farin að taka við sér í Grasagarðinum. Þetta er óvenjulegt að sögn Evu G. Þorvaldsdóttur, forstöðumanns garðsins, þar sem áður fyrr var nánast hægt að stilla dagatalið eftir þessu blómi en það blómstraði alltaf 20. maí á hverju ári. "Nú eru blómknúpparnir orðnir bleikir og ef fram fer sem horfir blómgast hún eftir hálfan mánuð sem er heilum mánuði fyrr en venjulega," segir Eva, en svipað gerðist einnig í fyrra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×