Erlent

Enn einn Serbinn gefur sig fram

Bosníu- Serbinn Ljubomir Borovcanin, sem ákærður hefur verið fyrir aðild að þjóðarmorði, hefur ákveðið að gefa sig fram við Stríðsglæpadómstólinn í Haag. Frá þessu greindi Dragan Cavic, forseti Bosníu-Serba, í dag. Borovcanin, sem er fyrrverandi lögreglustjóri, er gefið að sök að hafa átt þátt í fjöldamorðunum í Srebrenica árið 1995, en þar voru nærri átta þúsund múslímar teknir af lífi í þjóðernishreinsunum Serba. Borovcanin er sjötti Serbinn sem gefur sig fram við dómstólinn í Haag í mánuðinum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×