Erlent

Hinn myrti var leigubílstjóri

Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur ljóstrað upp hver maðurinn er sem var drepinn á hrottalegan hátt í borginni um páskana. Maðurinn hét Torben Vagn Knudsen og var leigubílstjóri í Kaupmannahöfn, en lögregla fann leigubíl hans við Aðalgötu 6, sömu götu og fæturnir og höndin fundust í. Við rannsókn hefur komið í ljós að maðurinn kom við á nokkrum krám í miðborginni á föstudaginn langa og telur lögregla að hann hafi hitt banamann sinn á kráarröltinu. Lögregla hefur ekki haft uppi á honum en hugsanlega er um fleiri en einn að ræða og hefur lögregla beðið fólk sem rakst á Knudsen á kráarölti á föstudaginn langa að hafa samband við sig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×