Erlent

Fjallgöngugarpa leitað í Japan

Um tuttugu manns er saknað í fjöllum í norðurhluta Japans en fólkið fór í fjallgöngu snemma í morgun að japönskum tíma og hafði ekki skilað sér til byggða við dagsetur. Samkvæmt Kyodo-fréttastofunni er óttast að hópurinn hafi lent í slysi, en snjóbylur gekk yfir svæðið í dag. Héraðið er vinsælt meðal skíðafólks en þar er einnig að finna heitar uppsprettur sem ferðamenn sækja í.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×