Erlent

Enn deilt um þingstörf í Írak

Enn er allt upp í loft í pólitíkinni í Írak og fresta þurfti þingfundi í dag vegna deilna, meðal annars um það hver ætti að gegna embætti þingforseta. Tveir mánuðir eru síðan gengið var til kosninga en illa gengur að komast að samkomulagi um minnstu smáatriði og mynda ríkisstjórn. Kosningabandalag sjíta, sem fékk mest atkvæði í kosningunum, og flokkur Kúrda, sem kom næstur, höfðu ákveðið að rétta út sáttahönd til súnníta og bjóða þeim embætti þingforseta en ekki hefur tekist að ná sátt um nákvæmlega hver þeirra eigi að gegna þessu embætti. Það ríður á að koma þinginu í starfhæft form því það er þingsins að tilnefna forsætisráðherra sem síðan velur sér ráðherra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×