Erlent

Rúmenskum blaðamönnum rænt í Írak

Þremur rúmenskum blaðamönnum var rænt í Írak í gær. Einn þeirra náði að senda smáskilaboð úr farsíma til fjölskyldu sinnar og vinnufélaga og láta vita af því að þeim hefði verið rænt. Blaðamennirnir voru í Írak af því tilefni að forseti landsins, Traian Basescu, var í örstuttri heimsókn í Írak, en um 800 rúmenskir hermenn eru í Írak. Alls hefur meira en 150 manns verið rænt í Írak á innan við ári. Flestum hefur verið sleppt lausum eftir annaðhvort samningaviðræður eða greiðslu lausnargjalds en mannræningjar hafa myrt um þriðjung gísla sinna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×