Sport

Úrslitin í HM-leikjunum

Svíar lögðu Búlgara, 3-0, á útivelli í 8. riðli, riðli okkar Íslendinga, í undankeppni HM í gær. Svíar eru á toppnum með 12 stig, Króatar verma annað sætið í riðlinum með 10 stig, Búlgaría í þriðja sæti með 7 stig , Ungverjaland í fjórða sæti með 6 stig og Ísland og Malta reka lestina með 1 stig. Eins og kunnugt er biðu Íslendingar lægri hlut fyrir Króötum, 4-0, í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Zagreb í gær. Íslendingar áttu aldrei möguleika í leiknum og var leikur íslenska liðsins langt frá því að vera sannfærandi. Nico Kovanc skoraði tvö mörk og þeir Simunic og Dado Praso hvor sitt markið fyrir Króatíu. Hollendingar eru efstir í 1. riðli með 13 stig eftir 2-0 sigur á Rúmenum. Tékkar, sem lögðu Finna, 4-3, eru í öðru sæti með 12 stig. Danir sigruðu Kazakhstan, 3-0, á Parken í 2. riðli og eru í þriðja sæti með 9 stig. Úkraínumenn eru á toppnum með 14 stig, Grikkir, sem lögðu Georgíumenn, í öðru sæti með 11 stig og Tyrkir í fjórða sæti með 9 stig eftir 2-0 sigur á Albaníu. Portúgal og Slóvakía eru á toppnum í 3. riðli með 13 stig. Slóvakar lögðu Eistlendinga, 2-1, á útivelli. Rússar, sem sigruðu Liechtenstein 2-1, eru í þriðja sæti með 10 stig. Frakkar og Svisslendingar gerðu markalaust jafntefli í 4. riðli og Ísrael og Írland gerðu jafntefli, 1-1. Írar, Frakkar og Ísraelsmenn eru efstir í riðlinum með 9 stig. Í 5. riðli eru Ítalir í efsta sæti með 12 stig eftir 2-0 sigur á Skotum en Íslendingar mæta Ítölum í vináttulandsleik í Padova á miðvikudag. Englendingar burstuðu Norður-Íra, 4-0, í 6. riðli og eru efstir með 13 stig. Pólverjar, sem lögðu Asera 8-0, eru í öðru sæti með 12 stig. Í 7. riðli eru Serbar og Svartfellingar efstir með 12 stig en Belgar, sem lögðu Bosníumenn 4-1, eru í 4. sæti með fjögur stig, fjórum stigum á eftir Spánverjum og Litháum sem hafa 8 stig í þriðja til fjórða sæti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×