Innlent

Stúlka sökk í sandi

Ellefu ára stúlka sökk í sandi við Vesturvör 14 í Kópavogi í gær og tilkynntu foreldrar stúlkunnar málið til lögreglunnar. Á svæðinu þar sem stúlkan sökk er mikið magn af sandi sem sanddælingarskip hefur dælt upp úr sjónum og er hann því mjög blautur. Það geti því verið mjög varasamt fyrir börn að vera að leik á svæðinu þar sem sandurinn geti verið eins og kviksyndi. Lögreglan í Kópavogi vill koma því á framfæri til foreldra að þeir gæti að því að börn þeirra séu ekki að leik á svæðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×