Innlent

Ástand mannsins stöðugt

Maður sem slasaðist alvarlega í slysi við Gufuskála seint í gær liggur á gjörgæsludeild Landspítala-háskólasjúkrahúss og er ástand hans stöðugt að sögn vakthafandi læknis. Maðurinn lenti undir svokölluðu átthjóli þegar það valt út af veginum við Gufuskála í nánd við Ólafsvík. Sex voru á hjólinu, hin slösuðust ekki alvarlega. Þau voru þátttakendur á slysavarnanámskeiði Landsbjargar. Maðurinn var fluttur á spítala með þyrlu Landhelgisgæslunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×